Súrdeig - nýjasta gæludýrið

Síðasta vika fór í að koma mér upp súrdeigi frá grunni. Mig hefur lengi langað til að baka með súrdeigi en það vaxið mér í augum. Svo sá ég danskan sjónvarpsþátt með Camilla Plum og sá hvað frumvinnan er einföld svo ég lagði í netleiðangur og las mér meira til. Ég skellti svo í grunninn fyrir tíu dögum og bakaði fyrsta brauðið fyrir tveimur dögum. Þvílík dásemd. Ég hef lengi verið flink við brauðbakstur með geri almennt en þetta lyfti kunnáttu minni upp á annað plan. Nú fæ ég loftmikið brauð með ábúðarmikilli skorpu sem heldur góðu bragði og áferð til næsta dags. Þó hægt sé að sníkja súrdeigklípu af einhverjum sem maður þekkir og fóstra hana upp frá því, fæst mikið út úr því að gera súrdeigsvakann sjálfur í fyrsta sinn því þá fær maður meiri skilning á hvernig þetta gerist allt saman og verður óbanginn við ófreskjuna sem bólgnar út á eldhúsborðinu. Með því að smella á myndirnar fyrir neðan fær lesandinn nánari lýsingu á því hvað er á myndinni fyrir neðan hana eða fara beint í myndaalbúmið og fletta þar.

1 - Súrdeigssvaki.2 - Nýlagað fordeig með súrdeigssvaka að kveldi 3 - Fordeig með súrdeigsvaka eftir 12 tíma hvíld4 - Brauðdeig komið saman 5 - Brauðdeig eftir aðra hnoð6 - Brauðdeig mótað7 - Brauðdeig eftir lyftingu (40 mín.)8 - Brauðdeig eftir lyftingu komið á plötu9 - Fullbakað súrdeigsbrauð10 - Niðurskorið súrdeigsbrauð

 

 

Það er gríðarmikil uppsveifla í súrdeigsbakstri í heimahúsum og ég hef á tilfinningunni að þetta sé meira en "trend" heldur vaxandi lífstíll fólks sem vill vinna matinn sinn sjálft að meira leiti og með ferskleika sem oft er ekki svo sjálfgefinn í borgarsamfélögum. Svo er það líka kostur að komast hjá ýmsu hráefni og íblöndunarefnum sem óhjákvæmilega fylgja stundum verksmiðjuframleiddum matvælum. Niðurstaða mín er að eigi maður hrærivél sé mjög auðveldt að baka velheppnað brauð með súrdeigi í heimiliseldhúsi. Líkamlega erfiðið er í algjöru lágmarki svo þetta hentar biluðum öxlum og brostnu baki. Annað er að súrdeig gerir bakstur úr rúgi að hreinum veislumat. Það er ljúft að auka neyslu á rúgi sem ku vera með hollustu korntegundum, eykur járn í blóði og jafnar blóðsykur. Rúgurinn þarf hins vegar súrinn til að brotna niður svo líkami okkar geti betur unnið næringuna úr honum.

14. mars 2012
Skelli hér inn mynd af súrdeigsbrauðum úr sömu uppskrift sem ég bakað í dag. Súrdeigsvakinn var þó annar, aðeins úr rúgi og vatni. Í fyrsta súrdeigsvakanum var líka súrmjólk og hunang.
Súrdeigsbrauð, annar bakstur

Súrdeigsbrauð númer skorið í sundur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband