Sumarlán fyrir suma?

Skyldi verða sami handabakavinnugangurinn á þeirri úthlutun eins og neyðarlánunum sem urðu svo ekkert nema neyðarleg og að sumarlánin verði bara fyrir suma? Skólinn hér úti býður upp á sumarönn en þar sem hún er ekki skylduönn er hún ekki lánshæf út af fyrir sig. Eftir á get ég sótt um aukalán út á þær einingar þannig að þær bætist þá við síðasta skólaár eða leggist við hið næsta. Ég sé fyrir mér að LÍN hengi sig í úthlutunarreglurnar þannig að það fái ekki allir sumarlán sem stunda nám í sumar.
mbl.is 600 milljónir til sumarnáms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Óska þér allrar lukku í stríðinu við LÍN. Þetta er nú ljóta batteríið. Ég sótti um neyðarlán, en var synjað eftir milligöngu lögfræðistofu í Reykjavík sem sá um bréfaskrifin. Ég er að velta því fyrir mér hvað slík þjónusta kostaði LÍN og hvort það hefði ekki sparað þeim stórar ónauðsynlegar fjárhæðir að greiða mér neyðarlánið.  Það þyrfti ég að greiða tilbaka en lögfræðikostnaðinum kem ég ekki nærri. 

Gangi þér vel!   Hvernig gekk annars verkefnið sem við spjölluðum um?  Hvert efnanna valdir þú?

Baldur Gautur Baldursson, 14.4.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Það var hún Eva blessunin (Eva á Túni) sem varð fyrir valinu. Ég fann svo ótrúlega áhugaverðar heimildir að hið hálfa væri nóg, kannski af því að ég er farin að ráða ágætlega þverfaglega í efnisöflun. Stór hluti samnemenda minna völdu þetta efni og hafa kvartað sáran fyrir efnisskorti. Mín niðurstaða er sú að það þurfi ekki allt sem til er um akkúrat þessa styttu. Maður þarf að vita svo margt fleira til að skilja hvað er í gangi og hafa eitthvað um málið að segja. Ég las meira að segja um vígslu kvenna á miðöldum! Sem smellpassar inn í þankaganginn um þetta leyti.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.4.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband