Bakki sem er borðleggjandi

Bakki eftir breytingu

Það má flikka upp á fleira en flíkur. Lengja má þannig lífdaga hluta og gefa þeim nýjan sess. Hér er bakki sem ég keypti á 200 krónur í Hertex og flikkaði upp á með „decoupage“ aðferð, þ.e. álímdum pappír. Útkoman er ljómandi góð og bakkinn fallegur á borði. Mér hefur aldrei tekist að tileinka mér skeytitísku sem sumir kallar „drasl á bakka“.  Þegar ég raða hlutum á bakka verður uppsetningin aldrei eins sjarmerandi og á myndum sem ég sé á lífstílsbloggum eða í tímaritum. Svo ég ætla að reyna aðra nálgun, hafa bakkann bara fallegan í staðinn og minna á honum. Á þennan hef ég hugsað mér að setja blómapotta sem standa á borðstofuborðinu. Þeir eru stundum fyrir okkur og þá væri hentugt að geta fært þá til með því að ýta við bakkanum í stað þess að selflytja blómin hvert um sig.

Bakki

Bakki fyrir breytingu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband