Heimalöguð pizzasósa

Í vikunni áskotnuðust mér tvö kíló af smáum plómutómötum. Úr þessu urðu 1.100 grömm af heimalagaðri pizza- og pastasósu sem ég frysti í 150 gramma skömmtum, mátulegir hver um sig á einn stóran pizzabotn. Uppskriftin er héðan.
Heimalöguð pizzasósaHeimalöguð pizzasósaHeimalöguð pizzasósa

 

 

 

 

 

 

Aðferð:
Hitið ofninn í 150 gráður. Skerið tómata í tvennt og leggið með skinnið niður í ofnskúffu eða á bökunarplötu. Athugið að skúffan/platan má ekki vera úr áli því sýrurnar í tómötunum verka með álinu á óheppilegan hátt. Það auðveldar þrif að setja bökunarpappír á plötuna undir tómatana.
Penslið tómatana með olíu, stráið kryddi yfir og bakið í ofninum í 30 mínútur. Dreifið þá óflysjuðum hvítlauksrifjum yfir tómatana og bakið áfram í 30 mínútur. Takið úr ofninum, dreifið ferskum basilikublöðum yfir, látið kólna og maukið svo í kvörn eða með kartöflustappara. Sósan geymist í ísskáp í allt af fjóra daga. 

Hlutföll (þessi skammtur nægir á tvær stórar pizzur):
300 grömm tómatar
2 msk olívuolía
2 tsk þurrkað oregano
1 tsk þurrkað timían
salt og pipar eftir smekk
3 hvítlauksrif
Fersk basilika, lúkufylli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband